Stærra letur Minna letur

Framleiðni í íslenskri mjólkurvinnslu

 

Árið 2020 rannsökuðu Hagrannsóknir sf framleiðni í íslenskri mjólkurvinnslu og komust að því að óvenju hár framleiðnivöxtur hefði hækkað árlegan virðisauka í mjólkurvinnslu um nálægt 1.900 milljónir.  Skýrslur Hagrannsókna sf má nálgast þarna:

 

Hluti I. Ágrip

Hluti II. Meginskýrsla 

Fréttir

13. janúar 2014
Á fundi stjórnar SAM í desember 2013 var ákveðið að leita staðfestingar Verðlagsnefndar búvöru á þeirri tillögu SAM að breyta vægi efnaþátta í lágmarksverði meðalmjólkur. Undangengin ár hefur gr...Meira
6. nóvember 2013
Í tilefni alþjóðlega beinverndardagsins undirrituðu fulltrúar frá Beinvernd og Fræðslunefnd mjólkuriðnaðarins nýjan samstarfssamning til tveggja ára við hátíðlega athöfn á tilraunastöðinni að Stóra Á...Meira
Skip Navigation LinksForsíða > Fréttir
2. júlí 2012 08:16

Könnun á aðgengi að mjólkurhúsum

SAM mun standa fyrir könnun á aðstöðu og aðgengi að mjólkurhúsum hjá mjólkurframleiðendum aðildarfélaganna á öllu landinu á næstu mánuðum. Þetta er liður í að geta betur einfaldað mjólkursöfnunina með hagræðingu að leiðarljósi. Til að gera sér grein fyrir hvaða möguleikar eru í stöðunni, varðandi m.a. búnað og tæki til mjólkursöfnunar, er nauðsynlegt að kortleggja skipulega aðstöðu og aðgengi hjá hverjum mjólkurframleiðanda með stöðluðum hætti.

 

Kristófer Sverrisson fyrrverandi framleiðslustjóri hjá MS Blönduósi hefur verið fenginn til að sinna sjálfri könnuninni og mun hún fara þannig fram að hann fer með tankbílunum að hverjum bæ og fyllir út staðlað eyðublað fyrir hvern og einn, sjá afrit af eyðublaðinu hér.


 

 

Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf. | Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík

Sími skrifstofu 450 1108. Netfang: bjarni@sam.is